Af flugum, löxum og mönnum
Bókina skreyta stórglæsilegar ljósmyndir af flugum sem Kristinn Magnússon tók og einstaklega fallegar og skýrar teikningar sem Sól Hilmarsdóttir teiknar. Arndís Lilja Guðmundsdóttir færði texta og myndir í gullfallegan búning.
Bókin er 144 bls, með myndum af meira en 50 flugum og 17 skýringarteikningum. Hún er 17x24 sm í brotinu, prentuð á 120 gr Munken Pure Rough pappír og er að sjálfsögðu harðspjalda bók.
Fyrir veiðiáhugamanninn og -konuna er þessi bók sannkallaður gullmoli.