Um okkur

Laxaflugan Haugur kom á markaðinn árið 2000 en hafði fyrir þann tíma verið einka leynivopn í mínu boxi! Í dag er Haugur ein af þekktari laxaflugum í heiminum en hún er þekkt á öllum þeim svæðum þar sem atlantshafslax gengur í veiðiár.

Haugur er sú fluga sem ég nota mest þegar ég veiði sjálfur og það er mér sönn ánægja að geta boðið viðskiptavinum okkar hana til kaups. Þegar ég hanna og hnýti flugur þá reyni ég að sjá fyrir mér hvernig þær virka í vatininu.

Frá því að Haugur kom á markaðinn þá hef ég hannað og hnýtt aðrar flugur. Von, sem oft er kölluð systir Haugs, Gosi, sem hnýttur er í Harely Davidson litunum og Skuggi sem er mín útgáfa af sunray, algerlega mögnuð fluga!

Allar mínar flugur eru hnýttar á nokkrar mismunandi tegundir króka. Sumar þeirra eru einnig fáanlegar á plaströrum, t.a.m. gárutúbur og Skuggi.

Til viðbótar þeim flugum sem ég hef hannað sjálfur býð ég einnig mínar útgáfur til sölu af nokkrum þekktum laxaflugum.

Njótið vel!

Sigurður Héðinn

(Siggi Haugur)