Vetrastarfið hjá Haug
Nú fer vetrastarfið í gang hjá Haug Workshop og verður boðið uppá ýmislegt á ákveðnum þemakvöldum og haldið áfram þar sem frá var horfið.
Nördakvöldin verða á fimmtudagskvöldum og koma til með að vera fjölbreytt eins og endranær. Verða bæði hnýttar laxa- og silungaflugur og verða gestgjafarnir þekktir hnýtara eins og áður hefur verið. Markmiðið er að halda tvö til þrjú kvöld í hverjum mánuði. Pláss er fyrir 6 þátttakendur og kostar sætið 10.000.- kr fyrir kvöldið. Innifalið er að Haugur Workshop sér um allt efni sem til þarf og þátttakendur þurfa aðeins að koma með hnýtingagræjurnar sínar. Þeir sem hafa þegið að vera gestgjafar að svo komnu máli eru:
Hrafn Ágústsson, annar Caddisbræðra, silungur
Hilmar Hansson, laxaflugur
Þorbjörn Helgi Þórðarson, Reiða Öndin, lax eða silungur
Bjarnir Róbert, laxaflugur, eftir áramót
Munu fleiri hnýtarar bættast í hópinn og verður dagskráin auglýst síðar.
Gerum betur verður einnig á sínum stað á miðvikudagskvöldum,en það er bóklegt námskeiði í veiði og er markmiðið að gera þátttakendur hæfa við að taka betri ákvarðanir í veiðinni - og verða betri í tækninni að veiða. Farið verður í helstu undirstöðuatriðin í laxveiðinni. Námskeiðið byggist á áratugareynslu í leiðsögn og veiðimennsku hjá mér og miðla ég af reynslu minni til þátttakenda. Verð fyrir hvern þátttakanda er 15.000.- kr og greitt er fyrir námskeiðið fyrirfram. Hámarkasfjöldi á námskeiðið eru átta manns.
Hnýtinganámskeið Haugsins hefur gert margan manninn/konunna að góðum hnýtaranum og markmiðið er að skila þátttakenda kunnáttu og færni í að hnýta sínar flugur og gera þær þannig að viðkomandi sé sáttur við sitt handbragð. Ekkert er skemmtilegra en að fá fisk á sínar flugur. Bæði er boðið uppá einstaklingsnámskeið og einnig námskeið fyrir hópa, en þá eru þáttakendur ekki fleiri en fjórir. Eftir nánari samkomulagi.
Fyrir nánari upplýsinga er hægt að hafa samband á netfangið siggi@haugur.is eða í síma 834 4434
Markmiðið er að vera með einu sinni í viku smá blogg um að sem er að gerast í veiðiheimum og það sem mér finnst áhugavert hverju sinni, hvort sem það er að kynna það sem ég hef uppá að bjóða, hugleiðingar um veiði eða fréttir og upplifanir um veiðimennsku og veiðiskap.
Siggi