Under connstruction

Currency

Stundum er það þannig að maður getur ekki orða bundist og er ég algjörlega orðlaus yfir viðbjóðnum sem er í gangi fyrir vestan. Nú er það nýjasta, sem hefur ekki farið fram hjá neinum, að Arctic Farm þurfti að slátra einni milljón eldisfiska vegna laxalúsar., 1.000.000 stykki.

Hvað verður um þessa fiska? Verða þeir nýttir sem fóður og settir á markað sem sjálfbær vara? Eða,sem er enn betra, að öllum líkindum verður notað slagorðið HREINT ÚR HAFI. Ég get ekki fyllst meiriviðbjóði en núna. Það hlýtur að vera áhyggjuefni hjá þeim stofnunum sem hafa með manneldissjónarmið að gera og þær hljóta því að spyrja sig þeirra spurninga. Þetta eru meðal annars þær spurningar sem við verðum að fá svar við. Og svo kemur hin spurningin, hvað ætla stjórnvöld að gera? Ætla þau að láta þennan viðbjóð grassera áfram með ófyrirsjánlegum afleiðingum og halda áfram að líta undan eins og þetta komi þeim ekki við. Hvað mun MAST gera og hver verða viðbrögðin hjá þeim? Frægt er þegar eitt hænsnabú var með of margar hænur á fermeter og eggjaframleiðslan var umfram það sem þótti eðlilegt. Þá varð allt vitlaust og framleiðeiðendurnir fengu á baukinn bæði frá MAST og fréttaskýringaþættinum Kveik, og voru öll rök sem hneigðust að því að um dýraníð væri að ræða því það voru of margar hænur á fermeter. Umræðan og heftin var slík að viðkomandi framleiðandi fór á hausinn. Verslunarkeðjur tóku ekki inn vörurnar frá viðkomandi framleiðenda og því var ljóst hvert stefndi. Sumir munu auðvitað spyrja sig þeirrar spurningar afhverju er ég að minnast á eggjabúið, jú það er vegna þess að hænur eru ekki spendýr frekar en fiskar. 

Því er spurningin þessi; þegar upp kemst um svona dýraníð er þá ekki sama hvort það er síra Jón eða bara Jón sem eiga hlut að máli? Er pólitískur þrýstingur á MAST að gera ekki neitt og tryggja að viðkomandi afurðir af lúsétnum fiskum komist á markað eða er í lagi að kasta einum litlum framleiðanda fyrir róðra og loka svo báðum augum fyrir dýraníða stærri framleiðanda. 

Þeir sem eru aðilar að Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi hljóta að vera ánægðir með umfjöllunina á vefsíðu the Guardian núna í síðustu viku þar sem ekki er farið fögrum orðum um þessa atvinnugrein.

https://www.theguardian.com/environment/2023/nov/03/sea-lice-outbreak-icelandic-salmon-farm-welfare-disaster-footage-shows?fbclid=PAAaacezdyK5BG-RHsKf6OtHBD5NtC2RrNdi7SuBvLu95J4Cv02iOMyKB-LQA_aem_AX4l

Þetta var mest deilda fréttin af The Guradian þessa vikuna og því er nokkuð ljóst að ímynd íslensks sjávarfangs hefur orðið fyrir töluverðu hnjaski. 

Sumir aðilar að SFS hafa áttað sig á því að vera eldisfyrirtækjanna innan SFS muni skaða íslenskan sjávarútveg meira en hugsanlegur ávinningurinn verður með veru þessara fyrirtækja innan samtakanna. Allavega er ímyndin orðin löskuð og slagorð eins og TREYSTUM VÍSINDUNUM er algörlega kastað út í hafsauga.

Svo koma tveir þingmenn norðvesturkjördæmis fram á fundi og telja að um óvægna umræður um sjókvíaeldi af hálfu fjölmiðala sé að ræða. Ég verð að segja að persónulega finnst mér þessi frétt eldast mjög illa. 

https://fiskifrettir.vb.is/segir-umfjollun-fjolmidla-um-sjokviaeldi-ovaegna/

Allavega verðum við að hafa það í huga að þessari baráttu er hvergi næri lokið og við sem unnendur veiða verðum að vera á táberginum gagnvart þessari miklu vá sem sjókvíaeldið er hér á landi.

Sigurður Héðinn

Leave a comment

Please note: comments must be approved before they are published.