TÍU TOP FLUGURNAR FYRIR ÍSLAND!

Þegar vel er að gáð þá er nóg að vera með tíu flugur í boxinu ef gera á góðan veiðitúr.

Í þessum pistli ætla ég að telja upp þær flugur sem ég myndi nota. Þegar ég tala um viðkomandi flugu þá er ég að tala um gerð flugurnar óháð stærð.

Minn listi lítur svona út:

1.Haugur, sem hefur skapað sér mikla sérstöðu í veiðiheimum og tekið margan laxinn.

2.Haugur Gárutúpa, án efa eins sú sterkast gárutúpan sem er til

3.Frances cone head, svartur, rauður og appelsínugulur

4.Sun Ray Shadow og mín útgáfa Skuggi skáskorin, Skuggi flöskutúbu og Skuggi í fluguútfærslu. Mjög skæð fluga.

5.Von systir Haugsins. Mjög öflug fluga allt sumarið.

6.Black Sheep er mjög góð og áreiðanleg fluga, sterkust í skýjuðu veðurfari

7.Silver Sheep er mjög sterk fluga í bjartviðri

8.Munro´s Killer eins og ég hnýti hana, er án efa ein sterkasta síðsumarsflugan sem ég hef í safninu mínu.

9.Undertaker eins og ég hnýti hana er mjög öflug fluga. Sérstaklega sterk á kvöldin þegar “Undertaker birtan” er á vatninu.

10.Ekki má gleyma Collie Dog. Ég get nánast fullyrt það að þetta er ein sterkast alhliða flugan og þá í þeirri útgáfu sem við hnýtum hana hér heima.

Svo er það auðvitað þannig að hver og einn okkar hefur okkar flugur sem tengjast góðum minninginum og góðri veiði. Þessar uppáhaldsflugur sem eru leynivopnin okkar. Eins og þessi upptalning sýnir þá myndi þetta flugu safn svona nokkurn veginn fylla það sem þarf til að gera góða veiði.

Leave a comment

Please note, comments need to be approved before they are published.