Ég hef oft verið spurður að því hvers vegna smáflugur.

Svarið við því er einfalt það er mun skemmtilegra að sjá fiskinn koma upp í fluguna en þegar hann tekur hana djúpt niðri það er að segja þegar veitt er með túbu.

Stundum snýst þetta ekki um magn heldur gæði og það er ekkert skemmtilegra en að veiða á smáflugu eða gárutúpu. Hvernig er best að veiða á smá flugu? Ég held að ég geti verið nokkuð öruggur þegar ég segi að það veiðist ALDREI þegar smá flugunni er kastað þvert (90°) á strauminn. Heldur verður að kasta undir horni (45°til 60°) á strauminn og byrja að strippa um leið og flugan lendir. Stundum þarf að kasta undir enn þrengra horni > 45°til að breyta rennslinu á flugunn og þannig að hún komi inn í sjónsviðið hjá fiskinum undir öðrum sýnileika. Helst aftan að honum og inn í sjónsviðið þannig að hann sjái fluguna sem lengst. Þetta getur verið erfitt að framkvæma og tekur einhverntíma að ná þessari færni. Hinsvegar get ég lofað ykkur því að þetta er lang skemmtilegasta veiði aðferðin.

Leave a comment

Please note, comments need to be approved before they are published.