DÓT

DÓT

Vertíðin er handan við hornið og ég er farinn að huga að dóti fyrir sumarið. Þetta er eins og með margt annað í þessum heimi, mér líkar þetta og öðrum líkar hitt. Ég er búinn að prufa margar stangir og mörg "kombó" í gegnum tíðina. Það eru mörg góð merki á markaðnum í dag en í dag er LOOP það dót sem ég vel mér. Ég ætla að eyða nokkrum orðum í hvað ætla ég að velja þetta sumarið.

Stangir

Opti NXT 7124-4 MF (12,4 fet fyrir línu 7)

https://www.looptackle.com/products/rods/opti-nxt-series/

Ég fékk að vera með svöna stöng þegar hún var í prufu í fyrrasumar og þar af leiðandi margir af þeim veiðimönnum sem ég var að leiðsegja fengu að prófa hana líka og hana. Það er skemmst frá því að segja að fyrir utan sjálfan mig þá líkaði öllum vel við þessa stöng.

Opti 8130-4 MF (13,0 fet fyrir línu 8)

https://www.looptackle.com/products/rods/opti-nxt-series/

Aðstæður geta breyst hratt og gott getur verið að stangir með misþungar línur við hendina. Það er meiri munur á milli línuþyngda en maður skyldi ætla og það er mkill munur á línu 8 og línu 7 hvað varðar kast lengd og þægindi.

Fyrir þá sem er áhugasamir hvet ég til að koma við í Veiðivon til að fá að prufa þessar stangir þegar líða fer á vorið og þær eru komnar.

Hjól

Í mínum er þetta auðvelt val. Besta hjól sem ég hef verið með í gegnum tíðina er Opti Speedrunner WF8+185/30. Bremsan virkar snuðrulaust, hjólið er létt ekki nema 216 gr. og það telur til að stöng og hjól séu í góðu jafnvægi.

https://www.looptackle.com/products/reels/opti-fly...

Leave a comment

Please note, comments need to be approved before they are published.