Í síðasta pisli mínum ræddi ég um smáflugur og hvernig best væri að veiða á þær. Ég hef orðið þess áskynja að erlendum veiðimönnum finnst þessi veiðaðferð hjá okkur skrítin og ég held að ástæðan fyrir því sé að þeir hafa ekki lært að nota þessa aðferð. Hvað er það sem gerir þessa aðferð svona sterka, jú hún eykur möguleikanna á því að ná í góða veiði. Þegar komið er að veiðistað þá geta legið nokkrir tökufiskar eða fiskar sem mögulegt er að fá upp í fluguna. Besta aðferðin er að byrja með míkró gárutúpu t.d. Haug, fara eina yfirferð og ef einhver tekur þá er mjög líklegt að hægt er að fá að annan fisk til að taka. Ef það gengur ekki á er gott að skipta yfir í smáflugu t.d. Haug eða Sheep #14 ef fiskur tekur þá er besta að taka aðra yfirferð. Ef ekki þá er gott að taka eina með lítilli túbu eða Cone. Enda svo hylinn með Skugga eða einhverja álíka flug. Þetta er sú aðferð sem ég nota mikið til að klára hyl